Listamaður í hverri ætt 17. desember 2006 12:00 Jóhann Jóhannsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Hilmar Jensson stofnuðu Tilraunaeldhúsið árið 1999. Fjallað var ítarlega um íslensku tónlistarútrásina í breska dagblaðinu The Independent á dögunum. Greinarhöfundur var viðstaddur afmælistónleika Sykurmolanna í Laugardalshöll og furðar sig á hversu mikið af hæfileikafólki geti komið frá þessari litlu eyju. „Frá upphafi Sykurmolanna, hefur verið stöðugur straumur hljómsveita sem hafa farið ótroðnar slóðir, sérstaklega hin hugljúfa Sigur Rós, en einnig danshljómsveitin gus gus og hin tilraunakennda múm," segir í grein Chris Mugan í The Independent. Hann spyr jafnframt hvernig mögulegt sé að þessi litla eyja í Atlantshafi geti haft áhrif á heimsvísu. „Þegar Sykurmolarnir byrjuðu á seinni hluta níunda áratugar, fannst Íslendingum þeir greinilega vera einangraðir. Höfuðborgina vantaði næturlífið sem hún getur stært sig af í dag og það er engin furða ða hver einasta fjölskylda innihélt rithöfund, kvikmyndagerðarmann eða tónlistarmann," skrifar Mugan. Tilraunaeldhúsið vekur mikinn áhuga blaðsins, en það er útgáfufyrirtæki og samstarfsvettvangur fyrir listamenn, sem var stofnaður 1999 af Jóhanni Jóhannssyni, Kristínu Björk Kristjánsdóttur og Hilmari Jenssyni. Úr Tilraunaeldhúsinu hafa margar hljómsveitir sprottið upp, meðal annars Apparat Organ Quartet. Mugison, múm og Jónsi í Sigur Rós hafa öll verið viðriðin starfsemi Tilraunaeldhússins. Þó gerir greinarhöfundur sér ekki fyllilega grein fyrir íslenskum nafnavenjum, en Einar Örn Benediktsson, söngvari Sykurmolanna, er einfaldlega kallaður Orn í greininni. Það kemur þó ekki að sök og hljóta Sykurmolarnir og hinar íslensku hljómsveitirnar mikið lof í greininni. Einar Örn segir skort á næturlífi hafa orðið til þess að litlar hljómsveitasellur mynduðust á Íslandi. . Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjallað var ítarlega um íslensku tónlistarútrásina í breska dagblaðinu The Independent á dögunum. Greinarhöfundur var viðstaddur afmælistónleika Sykurmolanna í Laugardalshöll og furðar sig á hversu mikið af hæfileikafólki geti komið frá þessari litlu eyju. „Frá upphafi Sykurmolanna, hefur verið stöðugur straumur hljómsveita sem hafa farið ótroðnar slóðir, sérstaklega hin hugljúfa Sigur Rós, en einnig danshljómsveitin gus gus og hin tilraunakennda múm," segir í grein Chris Mugan í The Independent. Hann spyr jafnframt hvernig mögulegt sé að þessi litla eyja í Atlantshafi geti haft áhrif á heimsvísu. „Þegar Sykurmolarnir byrjuðu á seinni hluta níunda áratugar, fannst Íslendingum þeir greinilega vera einangraðir. Höfuðborgina vantaði næturlífið sem hún getur stært sig af í dag og það er engin furða ða hver einasta fjölskylda innihélt rithöfund, kvikmyndagerðarmann eða tónlistarmann," skrifar Mugan. Tilraunaeldhúsið vekur mikinn áhuga blaðsins, en það er útgáfufyrirtæki og samstarfsvettvangur fyrir listamenn, sem var stofnaður 1999 af Jóhanni Jóhannssyni, Kristínu Björk Kristjánsdóttur og Hilmari Jenssyni. Úr Tilraunaeldhúsinu hafa margar hljómsveitir sprottið upp, meðal annars Apparat Organ Quartet. Mugison, múm og Jónsi í Sigur Rós hafa öll verið viðriðin starfsemi Tilraunaeldhússins. Þó gerir greinarhöfundur sér ekki fyllilega grein fyrir íslenskum nafnavenjum, en Einar Örn Benediktsson, söngvari Sykurmolanna, er einfaldlega kallaður Orn í greininni. Það kemur þó ekki að sök og hljóta Sykurmolarnir og hinar íslensku hljómsveitirnar mikið lof í greininni. Einar Örn segir skort á næturlífi hafa orðið til þess að litlar hljómsveitasellur mynduðust á Íslandi. .
Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira