Þegar græðgin verður stjórnlaus 21. desember 2006 00:01 Nú er sá tími framundan að fólk sleppir gjarnan fram af sér beislinu þegar kemur að mat og drykk. Af því tilefni er við hæfi að minna á að aldrei koma fleiri á neyðarmóttökur spítalanna vegna hjarta- og æðasjúkdóma en einmitt á þessum árstíma þegar græðgin verður stjórnlaus. Sagan segir okkur sem sagt að næstu dagar munu óhjákvæmilega hafa í för með sér ótímabær dauðsföll og varanlegt heilsutjón, sem fólk vinnur sjálfu sér með því að kunna sér ekki hóf. Lítið er við því að gera, fyrir utan að óska þess að sem flestir gangi hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar. Til langs tíma er hins vegar full ástæða til að velta fyrir sér hvað veldur, fyrir utan hið augljósa óhóf. Hjarta- og æðasjúkdómar leggja fleiri í gröfina á heimsvísu en nokkrir aðrir sjúkdómar. Meginorsökin fyrir þeim eru of hár blóðþrýstingur og undanfarin ár hefur athyglin beinst í vaxandi mæli að því hve salt er mikill skaðvaldur í þeirri jöfnu. Salt er lúmskur fjári. Það er ekki hægt að lifa án þess en ef maður notar það í óhófi í langan tíma er það vísasta leiðin til að kveðja þennan heim fyrir aldur fram. Ólíkt ýmsum efnum er salt hins vegar svo auðvinnanlegt og þar af leiðandi svo ódýrt að stjórnvöld geta ekki með nokkru móti hlaðið á það svokölluðum neyslustýringarsköttum, eins og er til dæmis gert með tóbak og áfengi, og treyst því að þar með sé kominn nógu mikill fælingarmáttur til þess að fólk haldi sig frá óhollustunni. Þar fyrir utan er allsendis óvíst að slík skattlagning sem tæki til neyslustýringar, hafi þau áhrif sem til er ætlast. Óvíða í heiminum er til dæmis meira þambað af gosdrykkjum en hér á Íslandi og það þrátt fyrir að skattlagning gosdrykkja sé á fáum stöðum hærri en hér. Sykur og salt eiga það sammerkt að vera í grunninn mjög ódýrar vörur sem erfitt er að skattleggja svo svakalega að buddu neytenda sé ofboðið. Heilbrigðisyfirvöld þurfa því að finna aðrar leiðir til að koma neyslu sykurs og salts inn fyrir hófleg mörk. Finnum hefur einmitt lukkast svo vel í baráttunni gegn saltnotkun að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist grannt með málum, með það fyrir augum að þar sé komið fordæmi sem aðrar þjóðir geti fylgt. Á síðustu þremur áratugum hefur finnskum heilbrigðisyfirvöldum með markvissum áróðri, eða forvarnarstarfi ef menn kjósa það orð, tekist að fá þjóð sína til að skera daglega saltneyslu niður, úr um fjórtán grömmum í átta, en talið er hóflegt að innbyrða fimm grömm af salti á dag. Fyrir vikið hefur hjarta- og æðasjúkdómatilfellum fækkað verulega og meðalaldur Finna hækkað um tæp sex ár. Og athugið að á sama tíma hefur áfengis- og tóbaksneysla aukist og verð á þeim vörum svo sannarlega ekki lækkað. Af þessum árangri má draga þá ályktun að það er mun vænlegri leið fyrir heilbrigðisyfirvöld að höfða til skynsemi fólks en sparsemi þegar kemur að bættum lífsháttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Nú er sá tími framundan að fólk sleppir gjarnan fram af sér beislinu þegar kemur að mat og drykk. Af því tilefni er við hæfi að minna á að aldrei koma fleiri á neyðarmóttökur spítalanna vegna hjarta- og æðasjúkdóma en einmitt á þessum árstíma þegar græðgin verður stjórnlaus. Sagan segir okkur sem sagt að næstu dagar munu óhjákvæmilega hafa í för með sér ótímabær dauðsföll og varanlegt heilsutjón, sem fólk vinnur sjálfu sér með því að kunna sér ekki hóf. Lítið er við því að gera, fyrir utan að óska þess að sem flestir gangi hægt um gleðinnar dyr um hátíðarnar. Til langs tíma er hins vegar full ástæða til að velta fyrir sér hvað veldur, fyrir utan hið augljósa óhóf. Hjarta- og æðasjúkdómar leggja fleiri í gröfina á heimsvísu en nokkrir aðrir sjúkdómar. Meginorsökin fyrir þeim eru of hár blóðþrýstingur og undanfarin ár hefur athyglin beinst í vaxandi mæli að því hve salt er mikill skaðvaldur í þeirri jöfnu. Salt er lúmskur fjári. Það er ekki hægt að lifa án þess en ef maður notar það í óhófi í langan tíma er það vísasta leiðin til að kveðja þennan heim fyrir aldur fram. Ólíkt ýmsum efnum er salt hins vegar svo auðvinnanlegt og þar af leiðandi svo ódýrt að stjórnvöld geta ekki með nokkru móti hlaðið á það svokölluðum neyslustýringarsköttum, eins og er til dæmis gert með tóbak og áfengi, og treyst því að þar með sé kominn nógu mikill fælingarmáttur til þess að fólk haldi sig frá óhollustunni. Þar fyrir utan er allsendis óvíst að slík skattlagning sem tæki til neyslustýringar, hafi þau áhrif sem til er ætlast. Óvíða í heiminum er til dæmis meira þambað af gosdrykkjum en hér á Íslandi og það þrátt fyrir að skattlagning gosdrykkja sé á fáum stöðum hærri en hér. Sykur og salt eiga það sammerkt að vera í grunninn mjög ódýrar vörur sem erfitt er að skattleggja svo svakalega að buddu neytenda sé ofboðið. Heilbrigðisyfirvöld þurfa því að finna aðrar leiðir til að koma neyslu sykurs og salts inn fyrir hófleg mörk. Finnum hefur einmitt lukkast svo vel í baráttunni gegn saltnotkun að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist grannt með málum, með það fyrir augum að þar sé komið fordæmi sem aðrar þjóðir geti fylgt. Á síðustu þremur áratugum hefur finnskum heilbrigðisyfirvöldum með markvissum áróðri, eða forvarnarstarfi ef menn kjósa það orð, tekist að fá þjóð sína til að skera daglega saltneyslu niður, úr um fjórtán grömmum í átta, en talið er hóflegt að innbyrða fimm grömm af salti á dag. Fyrir vikið hefur hjarta- og æðasjúkdómatilfellum fækkað verulega og meðalaldur Finna hækkað um tæp sex ár. Og athugið að á sama tíma hefur áfengis- og tóbaksneysla aukist og verð á þeim vörum svo sannarlega ekki lækkað. Af þessum árangri má draga þá ályktun að það er mun vænlegri leið fyrir heilbrigðisyfirvöld að höfða til skynsemi fólks en sparsemi þegar kemur að bættum lífsháttum.