Tónlist

Peter, Bjorn og John á Nasa í lok janúar

Pétur Ben hitar upp fyrir nafna sinn í Peter, Bjorn og John.
Pétur Ben hitar upp fyrir nafna sinn í Peter, Bjorn og John.

Sænska tríóið Peter, Bjorn og John kemur til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum Nasa laugardagskvöldið 27. janúar.

Plata hljómsveitarinnar Writer‘s Block hefur vakið mikla athygli undanfarið og lagið Young Folks náð á vinsældarlista víða um Evrópu. Tímaritið NME valdi lagið næstbesta lag ársins 2006.

Pétur Ben og Sprengjuhöllin munu sjá um upphitunina á tónleikunum. Pétur Ben er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins og bjartasta vonin, og plata hans, Wine For My Weakness, fékk tilnefningu sem besta rokk og jaðarplata ársins.

Sprengjuhöllin hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma, en lag þeirra Tímarnir okkar, hefur rokið upp vinsældarlista útvarpsstöðvanna undanfarið.

Miðar á tónleikana kosta 2500 kr. og eru seldir á nasa.is, midi.is og í verslunum Skífunnar og BT. Aldurstakmark er 20 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×