Heiðar Davíð og Ólöf María kylfingar ársins

Golfsamband Íslands útnefndi í dag Heiðar Davíð Bragason og Ólöfu Maríu Jónsdóttur kylfinga ársins 2005. Davíð varð Íslands- og stigameistari á árinu, en Ólöf varð sem kunnugt er fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þáttöku á evrópsku mótaröðinni á árinu og spilaði á 12 slíkum á síðasta ári.