Eyrarrósin afhent á Bessastöðum á föstudag 9. janúar 2006 12:30 Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum föstudaginn 13. janúar og er það í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag, sem eru eftirstöðvar af Menningarborgarsjóði. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2006 eru: Jöklasýning á Höfn í Hornafirði:Fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum aðilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggir á sérstöðu landsvæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vísinda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn:Afar vandað tónlistarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr nágrannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyrir sér.LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi:Einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og útiviðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta.Frá afhendingu eyrarrósarinnar á Bessastöðum í fyrraFyrir réttu ári féllu verðlaunin í skaut Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði en þá voru einnig tilnefnd verkefnin Aldrei fór ég suður; rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og Listahátíðin á Seyði á Seyðisfirði.Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum síðan gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðarstofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni.Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir, söfn.Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðarstofnunnar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira