Innlent

Öll aðildarfélög styðja samkomulagið

Meðal þeirra sem mótmæltu styttingu náms til stúdentsprófs voru framhaldsskólanemar sem komu saman fyrir framan Alþingishúsið.
Meðal þeirra sem mótmæltu styttingu náms til stúdentsprófs voru framhaldsskólanemar sem komu saman fyrir framan Alþingishúsið. MYND/Valli

Stjórnir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands styðja samkomulag sambandsins við menntamálaráðherra um samstarf í skólamálum. Samkomulagið, sem var gert eftir miklar deilur um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs, hefur verið gagnrýnt af kennurum í mörgum skólum.

Í yfirlýsingu sem formenn allra aðildarfélaga Kennarasambandsins undirrita og var send út í dag er hins vegar lýst stuðningi við samkomulagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×