Stjórnir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands styðja samkomulag sambandsins við menntamálaráðherra um samstarf í skólamálum. Samkomulagið, sem var gert eftir miklar deilur um fyrirhugaða styttingu náms til stúdentsprófs, hefur verið gagnrýnt af kennurum í mörgum skólum.
Í yfirlýsingu sem formenn allra aðildarfélaga Kennarasambandsins undirrita og var send út í dag er hins vegar lýst stuðningi við samkomulagið.