Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika 22. mars 2006 22:15 MYND/Róbert Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira