Óttast ekki andstöðu við frumvarpið 3. apríl 2006 16:58 Frumvarp iðnaðarráðherra var rætt í upphafi fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira