Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá 3. apríl 2006 22:10 Frá dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl. þar sem allir sakborningar í Baugsmálinu voru sýknaðir. Sérstakur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon hefur nú ákært þrjá sakborninga á ný fyrir 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru sem Hæstiréttur vísaði frá síðasta haust. Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Ný ákæra lýtur m.a. að meintu auðgunarbroti í tengslum við kaup Baugs á 10/11 verslunum á árunum 1998-99, meintum ólögmætum lánveitingum til Gaums og skyldra aðila, meintum bókhaldsbrotum og meintum auðgunarbrotum í tengslum við rekstur skemmtibáts í Flórída. "Baugur Group hf. lýsir yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að halda málrekstri þessum áfram. Félagið hefur mátt þola mikið tjón af völdum langdreginnar rannsóknar, sem leiddi til þess eins að 32 ákæruliðum af 40 var vísað frá dómi og allir sakborningar sýknaðir af þeim 8 ákæruliðum, sem komu til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl.," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group sendi fyrir hönd stjórnar fyrirtækisins í kvöld. Sakborningarnir, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, hafa ákveðið að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og njóta til þess stuðnings stjórnar Baugs Group hf. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Ný ákæra lýtur m.a. að meintu auðgunarbroti í tengslum við kaup Baugs á 10/11 verslunum á árunum 1998-99, meintum ólögmætum lánveitingum til Gaums og skyldra aðila, meintum bókhaldsbrotum og meintum auðgunarbrotum í tengslum við rekstur skemmtibáts í Flórída. "Baugur Group hf. lýsir yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að halda málrekstri þessum áfram. Félagið hefur mátt þola mikið tjón af völdum langdreginnar rannsóknar, sem leiddi til þess eins að 32 ákæruliðum af 40 var vísað frá dómi og allir sakborningar sýknaðir af þeim 8 ákæruliðum, sem komu til dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. mars sl.," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Group sendi fyrir hönd stjórnar fyrirtækisins í kvöld. Sakborningarnir, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, hafa ákveðið að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í Strasbourg og njóta til þess stuðnings stjórnar Baugs Group hf.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira