Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn 11. apríl 2006 20:20 Eyþór Arnalds leiðir lista Sjálfstæðismanna sem bæta við sig miklu fylgi. MYND/E.Ól. Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira