D-listinn klofnaði í afstöðu sinni 13. apríl 2006 17:00 MYND/sudurland.net D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
D-listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg klofnaði í afstöðu sinni til samnings um Miðjuna á Selfossi, á fundi bæjarstjórnar Árborgar í gær. Bæjarstjórn samþykkti samning við Miðjuna ehf. um kaup á landi og sölu á byggingarrétti í miðbæ Selfoss, með 8 atkvæðum gegn 1. Annar tveggja bæjarfulltrúa D-listans samþykkti samninginn, en hinn greiddi atkvæði á móti. Með samningnum kaupir bæjarfélagið um 8.000 fermetra lands sem var í eigu Miðjunnar, en félagið heldur byggingarétti á því áfram. Þá selur bærinn Miðjunni byggingarrétt á 5.000 fermetrum lands til viðbótar á aðliggjandi svæði. Fyrir þann byggingarrétt greiðir Miðjan með afsali fyrrgreinds lands síns og 45 milljónir króna að auki. Með þessu tekur bæjarfélagið frumkvæði að skipulagi alls þessa lands og hyggst efna til samkeppni um skipulag þess og næsta nágrennis líka, alls um 25.000 fermetra. Á bæjarstjórnarfundinum bar Ásmundur Sverrir Pálsson, forseti bæjarstjórnar, upp tillögu um samþykkt samningsins við Miðjuna. Aðeins einn tók til máls í umræðum um málið, Björn Bj. Jónsson varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Áður en til atkvæðagreðislunnar kom, báðu Sjálfstæðismenn um fundarhlé og eftir það var gengið til atkvæða. Þar greiddi Halldór Valur Pálsson, annar fulltrúa D-listans, einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn tillögunni og lagði fram skriflega bókun þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hinn bæjarfultrúi D-lista, Páll Leó Jónsson, samþykkti hins vegar samninginn ásamt öllum fulltrúum Samfylkingar og Framsóknarflokks. Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fjallar um fundinn og afgreiðslu samningsins á heimasíðu sinni. Gylfi segir atburðinn fáheyrðan. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafi fjölmennt á bæjarstjórnarfund til þess að þrýsta á bæjarstjórnarfulltrúa flokksins að breyta afstöðu sinni og greiða atkvæði gegn einu mikilvægasta framfaramáli í sveitarfélaginu í áratugi. sudurland.net Frétt á vef Árborgar Skrif Gylfa Þorkelssonar bæjarfulltrúa Samfylkingar um málið
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira