Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 26. apríl 2006. Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og ráðgjöf til að hætta að reykja ásamt stuðning til að takast á við reyklausa framtíð.
Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Hægt er að skrá sig á hallag@krabb.is eða í síma 540 1900.