Vildu fresta afgreiðslu RÚV-frumvarps vegna nýrra upplýsinga 25. apríl 2006 16:12 MYND/GVA Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira