Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni.
Daly hefur líklega verið einhver skrautlegasti kylfingurinn í golfheiminum á síðustu árum. Hann greinir frá því í bókinni að eftir að hann vann um 50 milljónir króna fyrir sigur á American Express-mótinu í golfi á síðasta ári, hafi hann brunað beint til Las Vegas og eytt helmingi meiri peningum en hann vann sér inn á mótinu.
Árið 1995 tapaði hann naumlega fyrir Tiger Woods á móti í San Francisco og aðeins klukkustundum síðar var hann kominn til Las Vegas þar sem hann tapaði yfir 100 milljónum króna á nokkrum tímum - helmingnum af því á aðeins 30 mínútum.