Viðskipti innlent

Minni innflutningur í apríl

Vörur voru fluttar hingað til lands fyrir 27 milljarða króna í síðasta mánuði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Þetta kemur fram í Vefriti Fjármálaráðuneytisins í dag. Þetta er 6 milljörðum krónum minna en í mars.

Í vefritinu segir að breytingar á milli mánaða megi að stórum hluta rekja til minni eldsneytiskaupa auk annarra liða. Innflutningur á fólksbílum dróst mikið saman á milli mánaða en marsmánuður var stór hvað bílainnflutning varðar, að því er fram kemur í vefritinu. Innflutningur á bílum í apríl var umtalsvert minni en staðvirtur meðalmánaðarinnflutningur síðasta árs. Innflutningsverðmæti annarra neysluvara á borð við varanlegar neysluvörur (ísskápa, sjónvörp o.fl.) og hálf-varanlegar neysluvörur (t.d. fatnað) minnkaði einnig á milli mánaða.

Þá kemur fram að innflutningur á fjárfestingar- og rekstrarvörum jókst en það má rekja til stóriðjuframkvæmda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×