Viðskipti innlent

Eigið fé neikvætt hjá RÚV

Mynd/GVA

Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði.

Rekstartap RÚV nam 196,2 milljónum króna við lok síðasta árs en það var 49,7 milljónir króna árið á undan. Stór hluti rekstarhallans er kominn til vegna kostnaðarliða sem voru utan áætlunar, s.s. úrskurðar frá skattayfirvöldum vegna verktakagreiðslna. Hins vegar varð rekstrarkostnaður meiri en áætlað var en þó varð hækkun hans ekki meiri en sem nemur almennri kostnaðarþróun á milli ára, segir í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands.

Rekstrartekjur RÚV á síðasta ári námu 3,55 milljörðum króna og og rekstrargjöld 3,28 milljörðum króna. . Hagnaður af rekstri fyrir afskriftir (EBITDA) varð 271,7 milljónir króna samanborið við 391 milljón krónur á seinasta ári. Afskriftir fastafjármuna voru 258,5 milljónir króna og aukast um 29,7 milljónir króna á milli ára. Þá urðu hrein fjármagnsgjöld 209,4 milljónri króna og jukust um 33,3 milljónir króna á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×