Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur 9. maí 2006 12:45 Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira