Gagnrýna kaupin á svæði Gusts harðlega 10. maí 2006 17:34 Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að greiða eigendum hesthúsalóða 27 þúsund krónur fyrir fermetrann á hesthúsasvæði Gusts. Á sama tíma hefur bærinn vísað deilu um lóðaverð á Vatnsendasvæðinu til dómstóla, þar sem hann telur 4.500 krónur fyrir fermetrann vera allt of hátt verð.Mikill órói skapaðist um hesthúsabyggð Gusts í Glaðheimum síðasta haust þegar fjárfestingafélagið KGR tók til við að kaupa upp hesthús. KGR tókst að kaupa fjörutíu prósent hesthúsa sem standa á um fimmtán prósentum hesthúsabyggðarinnar.Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær að kaupa hesthúsin og lóðirnar og nemur kostnaður við það um þremur milljörðum króna. Svæðið er í eigu Kópavogsbæjar en Gustur hafði afnotarétt af því til ársins 2038. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar greiðir bærinn um þrjá milljarða fyrir svæðið núna.Samfylkingarmenn í bæjarstjórn eru afar ósáttir við þetta. "Þetta er mjög vondur samningur fyrir Kópavogsbæ," segir Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar. "Bærinn ætlar þarna að borga ákveðnum aðilum, uppkaupsmönnum, 68 þúsund krónur á fermetrann fyrir land sem Kópavogsbær á. Það er verið að gera samning um að eyða þremur milljörðum af fé bæjarbúa, og það var samþykkt að taka fyrir því sérstakt lán í gær, til að bjarga einhverjum fasteignabröskurum."Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og oddviti Sjálfstæðismanna, gefur lítið fyrir ummæli Flosa og segir Samfylkinguna hafa skipt um skoðun í málinu trekk í trekk. Hann segir Gustsmenn hafa óskað eftir aðkomu bæjaryfirvalda. "Við oddvitanir fórum yfir það mál eins og okkur var falið af bæjarráði," segir Gunnar. "Við komumst að því að þetta var mjög hagfellt mál til að leysa málefni Gusts til framtíðar, með því að flytja félagið á Kjóavelli, og hins vegar er þetta verulegur fjárhagslegur ávinningur fyrir bæjarsjóð og skattgreiðendur í Kópavogi."Gunnar segir að svæðinu verði úthlutað undir íbúðabyggð í nokkrum áföngum vegna þess hversu stórt það sé. Hann á von á að þegar á þessu ári verði búið að fá tvo milljarða króna upp í þriggja milljarða króna kaupverðið.Samfylkingin lagði til að í stað þess að kaupa upp Gustssvæðið yrði gengið til samninga við félagið um að öllum hesthúsaeigendum yrði tryggð ný og góð hesthús á Kjóavöllum fyrir sanngjarnt verð. Gunnar gefur lítið fyrir þetta og segir að tillagan myndi leiða til þess að Gustur klofnaði þar sem einungis þeim sem nú eiga hesthús væri boðið hesthús á nýja staðnum. Þeir sem væru búnir að selja væru skildir útundan.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira