Erlent

Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling

Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic. Ef til þessa kemur verður til stórt norrænt lággjaldaflugfélag, en íslenska eignarhaldsfélagið Fons er stærsti hluthafi í Fly Me, með um það bil tuttuga rpósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×