Tekur aftur við oddvitahlutverkinu 28. maí 2006 19:45 MYND/E.Ól. Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira