Grunur um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 09:15 Bandarískir hermenn á götum Haditha í Írak. MYND/AP Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira