Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sigrar í Madríd 2. júní 2006 14:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona vann á fimmtudagskvöld til aðalverðlaunanna í alþjóðlegu tónlistarkeppninni "Concurso Internacional Joaquín Rodrigo" sem staðið hefur yfir í Madríd undanfarna viku. Keppnin er kennd við tónskáldið Joaquín Rodrigo (1901-1999), einn ástsælasta tónlistarmann Spánverja á síðari tímum. Keppnin fór fram í þremur umferðum, en í lokakeppnina komust þrír gítarleikarar og þrír söngvarar. Í fyrri umferðunum söng Guðrún aríur úr óperum og zarzúelum og sönglög frá ýmsum löndum, en fyrsta lagið sem hún söng var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Í lokakeppninni söng Guðrún einungis verk eftir Rodrigo, á spænsku og katalónsku. Guðrún var eini söngvarinn í úrslitunum sem kom frá landi þar sem spænska er ekki móðurmál. Keppendur frá 20 þjóðlöndum tóku þátt. Guðrún vann aðalverðlaun hátíðarinnar, Rodrigo-verðlaunin, sem allir þátttakendur kepptu um, bæði söngvarar og gítarleikarar. Hún var einnig hlutskörpust í flokki söngvara, þar sem hún hlaut önnur verðlaun, en ekki voru veitt fyrstu verðlaun í honum að þessu sinni. Bæði verðlaunin fela í sér verðlaunafé og tónleikahald á Spáni. Spænska Ríkissjónvarpið TVE2 tók lokakeppnina upp og mun sjónvarpa henni bráðlega, en einnig verður gefinn út dvd diskur með upptökunni. Forseti dómnefndar var einn þekktasti hljómsveitarstjóri Spánar, Miguel Ángel Gómez Martínez, en auk hans sátu í dómnefndinni tónskáld, söngvarar og söngkennarar ásamt stjórnendum listahátíða og óperuhúsa víða um Evrópu. Úrslitin fóru fram í nýjum tónleikasal, Auditorio 400, í Reina Sofia nútímalistasafninu í hjarta Madrídar. Undirleik í úrslitunum annaðist sinfóníuhljómsveitin la Orquesta de la Comunidad de Madrid, undir stjórn Miguel Roa. Keppninni er ætlað að koma ungum tónlistarmönnum á framfæri og stuðla að enn frekari útbreiðslu tónverka eftir Joaquín Rodrigo. Guðrún söng síðast á Íslandi í "Mildi Títusar" með Sinfóníuhjómsveit Íslands í janúar og við setningu Listahátíðar í Reykjavík í maí, þar sem hún frumflutti þrjú lög sem Þorkell Sigurbjörnsson hafði samið sérstaklega fyrir hana. Fyrsti sólódiskur Guðrúnar mun koma út hjá 12 tónum í haust og innihalda meðal annars ljóðaflokkana "Haugtussa" eftir Grieg og "Frauenliebe und -Leben" eftir Schumann með píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni. Á næstunni mun einnig koma út síðari hluti heildarútgáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns, þar sem Guðrún syngur lagið "Ave María" við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, en með því lagi vann Guðrún til þriðju verðlauna í alþjóðlegri söngkepnni í Róm árið 2004. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ágúst og mun koma þar fram á þrennum tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum.
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira