REYKJAVIK.COM og REYKJAVIKMAG 9. júní 2006 11:00 Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif. Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif.
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira