Mannfall á Gaza-svæðinu 9. júní 2006 23:00 Slösuð stúlka flutt á sjúkrahús á norðurhluta Gaza-strandarinnar. MYND/AP Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Ísraelskar orrustuþotur skutu eldflaugum á þrjá bíla á Gaza-ströndinn. Níu munu hafa fallið í þeim árásum og fjölmargir særst. Ísraelsher segir árásunum beint gegn Palestínumönnum sem standi að baki flugskeytaárásum á ísraelskt landsvæði. Sjö féllu, þar af þrjú börn, og minnst þrjátíu særðust þegar fallbyssuskot ísraelshers skullu á strönd á norðurhluta Gaza-svæðisins í dag. Myndir af vettvangi segja alla söguna og benda til þess að fólk hafi komið saman á ströndinni til að eiga góðan dag og átt sér einskis ills von þegar hörmungarnar dundu yfir. Ísraelsher segir árásum á svæðið hafa verið hætt meðan málið er rannsakað. Ekki liggur fyrir hvort árás hafi verið gerð af sjó eða úr lofti. Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð Jamal Abu Samhadana, yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni, af dögum í Rafah á Gaza-ströndinni í gærkvöld. Samhadana var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta Palestínumenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann féll í flugskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumann, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum, sér í lagi eftir árásirnar í dag. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árásir Ísraelsmanna í dag og hvatti Bandaríkjamenn, Evrópuríkin og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn. Vopnaður armur Hamas-samtakanna tilkynnti undir kvöld að liðsmenn hans ætluðu að hætta að virða vopnahlé og hótuðu árásum á Ísraelsmenn. Á vefsíðu segir að fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum í dag séu ástæða þessarar ákvörðunar. Vopnahlé sem samtökin komu á að eigin frumkvæði hefur haldið síðan í febrúar í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira