Viðskipti innlent

Vinnslustöðin selur í Stillu

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur selt allan hlut sinn, 45 prósent, í Stillu ehf fyrir 417 milljónir króna. Söluverðið fæst greitt með hlutabréfum í Vinnslustöðinni og peningum. Söluhagnaður Vinnslustöðvarinnar af þessum viðskiptum nemur 65 milljónum króna.

Eigin hlutir Vinnslustöðvarinnar hf. nema eftir viðskiptin tæpum 123 milljónum króna eftir viðskiptin en það svarar til 7,85 prósenta eignarhlutar, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Þar sem ennfremur að Vinnslustöðin greiði 65 milljóna króna arð í dag, þar af 62 milljónir til almennra hluthafa. Við það lækkar eigin eignarhlutur félagsins í hlutfalli við það.

Eftir viðskiptin á Stilla ehf 17,27 prósenta hlut í Vinnslustöðinni.

Með viðskiptunum hafa krosseignatengsl Vinnslustöðvarinnar og Stillu verið rofin, að því er fram kemur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×