Sport

Svíar ekki með á HM í handbolta í fyrsta sinn

Svíar er úr leik og verða ekki með á HM í Þýskalandi 2007.
Svíar er úr leik og verða ekki með á HM í Þýskalandi 2007. ©Vilhelm Gunnarsson

Svíar verða ekki með á HM í handbolta í Þýskalandi í næsta ári eftir að þeir töpuðu fyrir Íslandi í umspilsleikjum um sæti. Þetta er mikið áfall fyrir Svía sem hafa þar með misst af þremur af síðustu fjórum stórmótum (Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, EM í Sviss 2006 og loks HM í Þýskalandi 2007). Þetta er ennfremur söguleg fjarvera sænska handboltalandsliðsins því þetta verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar þar sem Svíar verða ekki meðal þátttakenda.

Ísland lagði grunninn að sigrinum með fjögurra marka sigri í Globen og gulltryggði sætið í troðfullri Laugardalshöllinni í kvöld þar sem 25-26 sigur Svía var ekki nóg. Svíar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar í handbolta, sjö sinnum spilað til úrslita um heimsmeistaratitilinn og alls unnið sér inn ellefu verðlaun (4 gull, 3 silfur og 4 brons) á HM í handbolta.

Þátttaka Svíþjóðar í úrslitakeppni HM í handbolta:

Hm 1938 3. sæti

HM 1954 Heimsmeistarar

HM 1958 Heimsmeistarar

HM 1961 3. sæti

Hm 1964 2. sæti

HM 1967 5. sæti

HM 1970 6. sæti

HM 1974 10. sæti

Hm 1978 8. sæti

HM 1982 11. sæti

Hm 1986 4. sæti

HM 1990 Heimsmeistarar

HM 1993 3. sæti

HM 1995 3. sæti

HM 1997 2. sæti

HM 1999 Heimsmeistarar

Hm 2001 2. sæti

HM 2003 13. sæti

HM 2005 11. sæti

HM 2007 Ekki með (Tap fyrir Ísland í umspili)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×