Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu í dag

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, á umræðufundi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í Barcelona á föstudag.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, á umræðufundi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í Barcelona á föstudag. MYND/AP

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í dag í Katalóníu á Spáni um aukið sjálfstæði héraðsins. Búist er að við Katalónar samþykki tillögurnar en samkvæmt þeim fær héraðsstjórnin stærri hlut af skatttekjum ríkisins og heimastjórn í mikilvægum málum, til dæmis á sviði samgangna og innflytjendamála.

Meirihluti íbúa í öðrum héruðum Spánar er mótfallinn auknu sjálfstæði Katalóníu vegna þess að þeir óttast að landið muni þá á endanum klofna upp. Spænska þingið hefur hins vegar þegar samþykkt tillögurnar og því verða þær að lögum segi Katalónar „já".

Katalónía og Baskaland njóta mun meira sjálfræðis en önnur héruð Spánar og margir íbúar þeirra vilja fullt og óskorað fullveldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×