Dómur vegna set- og miðlunarlóns áfangasigur 27. júní 2006 23:45 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Það var Áhugahópur um verndun Þjórsárvera sem höfðaði málið á hendur íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun. Farið var fram á það að úrskurðIr Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, og Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Norðlingaölduveitu yrðu ógiltir. Í úrskurði ráðherra var lónið minnkað þannig að það yrði utan friðlands Þjórsárvera. Jafnframt var kveðið á um að gert yrði set- og miðlunarnlón norðan og vestan við Þjórsárver og taldi settur umhverfisráðherra að hið nýja lón þyrfti ekki í umhverfismat. Því er héraðsdómur ósammála. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Áhugahópsins, segir að með dóminu sé það viðurkennt sem skipti stefnendur mestu máli. Þetta sé sögulegur áfangi því hér eftir verði það ekki þolað að framkvæmdaaðilar eins og Landsvirkjun og fleiri ráðist í stórar framkvæmdir og dragi þá hluta framkvæmdanna undan umhverfismati með því að kallar þá mótvægisaðgerðir. Ekki var hins vegar fallist á kröfu áhugahópsins um ógildingu úrskurðar Skipulagsstofnunar og setts umhverfisráðherra í heild. Katrín segir að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað en segir ljóst að samkvæmt dóminum þurfi set- og miðlunarlónið að sæta umhverfismati. Hún sjái ekki að það verði gert án þess að það verði með Norðlingaölduveitu að nýju. Henni sýnist sem svo að það sé bæði andstætt lögum um mat á umhverfisáhrifum, Evróputilskipunum og niðurstöðu Evrópudómstólsins að það sé unnt að búta niður framkvæmdir á sama svæði og það sé metið hvert í sínu lagi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi hluta af úrskurði setts umhverfisráðherra í tengslum við Norðlingaölduveitu. Ráðherra hafði úrskurðað að gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera þyrfti ekki að sæta umhverfismati. Lögmaður hópsins sem kærði úrskurðinn segir dóminn áfangasigur. Það var Áhugahópur um verndun Þjórsárvera sem höfðaði málið á hendur íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Landsvirkjun. Farið var fram á það að úrskurðIr Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, og Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Norðlingaölduveitu yrðu ógiltir. Í úrskurði ráðherra var lónið minnkað þannig að það yrði utan friðlands Þjórsárvera. Jafnframt var kveðið á um að gert yrði set- og miðlunarnlón norðan og vestan við Þjórsárver og taldi settur umhverfisráðherra að hið nýja lón þyrfti ekki í umhverfismat. Því er héraðsdómur ósammála. Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Áhugahópsins, segir að með dóminu sé það viðurkennt sem skipti stefnendur mestu máli. Þetta sé sögulegur áfangi því hér eftir verði það ekki þolað að framkvæmdaaðilar eins og Landsvirkjun og fleiri ráðist í stórar framkvæmdir og dragi þá hluta framkvæmdanna undan umhverfismati með því að kallar þá mótvægisaðgerðir. Ekki var hins vegar fallist á kröfu áhugahópsins um ógildingu úrskurðar Skipulagsstofnunar og setts umhverfisráðherra í heild. Katrín segir að ekki hafi verið ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað en segir ljóst að samkvæmt dóminum þurfi set- og miðlunarlónið að sæta umhverfismati. Hún sjái ekki að það verði gert án þess að það verði með Norðlingaölduveitu að nýju. Henni sýnist sem svo að það sé bæði andstætt lögum um mat á umhverfisáhrifum, Evróputilskipunum og niðurstöðu Evrópudómstólsins að það sé unnt að búta niður framkvæmdir á sama svæði og það sé metið hvert í sínu lagi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira