Sigur Rós á leið í tónleikaferð um Ísland 6. júlí 2006 20:16 Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist. Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist.
Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira