Sigur Rós á leið í tónleikaferð um Ísland 6. júlí 2006 20:16 Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist. Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist.
Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira