Ófriðarskýin hlaðast upp 12. júlí 2006 18:45 Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira