Erlent

Atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjamenn ætla í dag ásamt Japönum að biðja um atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þjóðirnar tvær hafi ákveðið að sleppa því að vísa til sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til að forða því að Kínverjar beiti neitunarvaldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×