Erlent

Sænsk stjórnvöld ætla að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon

Sænsk stjórnvöld eru byrjuð að gera ráðstafanir til að flytja sænska ríkisborgara frá Líbanon. Stjórnin hefur reitt fram jafnvirði rúmlega hálfs miljarðs íslenskra króna til að kosta heimförina. Talið er að um 4.500 Svíar séu í Líbanon. Norska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Ísraels í Osló á sinn fund í gær en þar var honum gerð grein fyrir því að Norðmenn telja Ísraela ábyrga fyrir öryggi 300 Norðmanna í Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×