Erlent

Takmarkað viðskiptabann sett á Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða að setja takmarkað viðskiptabann á Norður-Kóreu vegna prófana á langdrægum eldflaugum. Einnig var þess krafist að látið verði tafarlaust af öllum slíkum tilraunum. Það taka stjórnvöld í Norður-Kóreu hins vegar ekki í mál. Viðskiptabannið sem samþykkt var í gær á að hindra öll viðskipti með þau efni og hluti sem notuð eru til að smíða eldflaugar.

Japanar kynntu uppkast að tillögunni sem samþykkt var í gær aðeins örfáum dögum eftir að Norður-Kóreumenn skutu upp sjö langdrægum eldflaugum þann fjórða og fimmta júlí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×