Viðskipti innlent

Samræmd vísitala neysluverðs 5,7 prósent

Samræmd vísitala neysluverðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var 102,5 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents hækkun frá maí. Vísitalan á Íslandi var 105,3 stig og hafði hún hækkað um 1,3 prósent á milli maí og júní.

Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs á tólf mánaða tímabili, var 2,4 prósent að meðaltali í EES-ríkjunum, 2,5 prósent á evrusvæðinug og 5,7 prósent á Íslandi og er það næstmesta verðbólgan. Mesta var verðbólgan í Lettlandi, 6,3 prósent.

Minnsta verðbólgan mældist í Póllandi og í Finnlandi en í báðum löndunum var hún 1,5 prósent á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×