Innlent

Landgöngulið Ísraela komið inn í Líbanon

Hálf miljón manna í Líbanon hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna loftárása Ísraela.
Hálf miljón manna í Líbanon hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna loftárása Ísraela. MYND/AP
Ísraelskir skriðdrekar og landgöngulið réðust í nótt inn í Suður-Líbanon. Hingað til hafa Ísraelar einungis gert loftárásir á Líbanon. 277 líbanskur borgari hefur nú látist í árásunum, þar af 27 í árásum í nótt en 47 Ísraelar hafa látist á rúmri viku í sprengjuárásum Hisbollah. Bush Bandaríkjaforseti ásakar nú Sýrlendinga um að kynda undir átökum milli Hisbollah og Ísraelshers til að styrkja áhrif sín í Líbanon. Ísraelskir hermenn réðust einnig inn í flóttamannabúðir í Gaza en þar létust tveir Palestínumenn í skotárásum og fimm í sprengjuárás Ísraela.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×