Erlent

Handtekin fyrir morð

Bandarískur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem unnu í ringulreiðinni sem varð í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu voru handtekin í gær. Þeim var gefið að sök að hafa myrt fjóra fárveika sjúklinga sem morfíni og öðrum kvalastillandi efnum. Það var læknanemi sem tilkynnti málið.

Hann segir að sér hafi verið sagt að þessi aðferð myndi flokkast undir líknardráp en var því ekki sammála og hefur nú tilkynnt um morð. Áður hefur verið rannsakað hvort eldra fólk og þeir sem voru veikir fyrir hafi verið látnir afskipalausir á spítölum eftir storminn en þeir sjúklingar sem lækninum og hjúkrunarfræðingunum hafa verið kærðir fyrir að myrða voru á aldrinum sextíu og tveggja ára til nítíu og eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×