Átökin breiðast hratt út í Líbanon 19. júlí 2006 19:48 Tugþúsundir útlendinga eru fastir í Líbanon en þessum mæðgum tókst þó að komast burt í tæka tíð. Mynd/AP Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira
Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira