Liðsflutningar til landamæranna halda áfram 22. júlí 2006 10:01 Zrariyeh í Líbanon MYND/AP Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira