Liðsflutningar til landamæranna halda áfram 22. júlí 2006 10:01 Zrariyeh í Líbanon MYND/AP Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Liðsflutningar Ísraela til líbönsku landamæranna halda áfram en ekki er þó gert ráð fyrir allsherjarinnrás í Líbanon að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa hraðað vopnasendingum til Ísraels undanfarna daga. Ellefti dagur átakanna á milli Ísraela og skæruliða Hizbollah rann upp í morgun en ófriðurinn hefur nú valdið dauða 345 manns, flestra óbreyttra borgarara. Hundruð þúsunda Líbana eru nú á flótta frá suðurhluta landsins til norðursins og virðist algert neyðarástand ríkja á meðal almennings. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem heldur til Mið-Austurlanda í upphafi næstu viku, sagði á blaðamannafundi í gær að hún myndi ekki beita sér fyrir vopnahléi að svo stöddu þar sem það skilaði engum árangri fyrr en búið væri að uppræta rót átakanna, sem að hennar mati eru Hizbollah-samtökin, og stuðningur Írana og Sýrlendinga við þau. Í þessu sambandi má geta að sendingu á fjarstýrðum sprengjum frá Bandaríkjunum var hraðað til Ísraels í vikunni, en frá þessu var greint í dagblaðinu New York Times. Ísraelsher hefur safnað miklu liði við líbönsku landamærin en yfirmaður hersins sagði í morgun að allsherjarinnrás væri ekki á döfinni að sinni. Í staðinn ræðst landherlið inn á ákveðnum stöðum í takmarkaðan tíma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði mjög við landhernaði Ísraela í samtali við CNN í morgun og sagði slíkt magna átökin enn. Embættismenn í líbönsku ríkisstjórninni hafa sagt að ráðist Ísraelar inn yrði líbanska hernum teflt fram gegn þeim.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira