Erlent

19 hið minnsta látnir eftir jarpskjálfta í Kína

Að minnsta kosti nítján manns eru sagðir hafa farist í jarðskjálfta í Kína í morgun. Skjálftinn var af stærðinni 5,1 á Richter og átti upptök í Yunnan-héraði í suðvesturhluta landsins. Fimm minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Hræringarnar komu af stað skriðum úr fjöllum en einnig er talið að yfir hundrað hús í nágrenni skjálftans hafi hrunið. Xinhua-fréttastofan segir að verið sé að koma tjöldum og teppum á vettvang, þó ekki til að halda á fólki hita heldur að skýla því fyrir brennheitri sólinni sem þarna skín á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×