Erlent

Búið að ráða um 100 starfsmenn

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, og Svenn Dam, forstjóri 365 Media Scandinavia.
Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, og Svenn Dam, forstjóri 365 Media Scandinavia. Mynd/Vísir

Undirbúningur gengur vel fyrir útkomu dagblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, forstjóri 365 media Scandinavia, segir að fyrsta blaðið muni koma út þegar keppninautar blaðsins eiga síst von á því.

Svenn Dam ,forstjóri 365 media Scandinavia, segir að undirbúningur hafi gengið eins og best væri á kosið. Það er Post Danmark sem mun sjá um dreyfingu á blaðinu á stór Kaupmannahafnar svæðinu en markmiðið er að blaðið farin inn á hvert heimili í landinu þegar fram líða stundir. Þá verða skrifstofur Nyhedsavisen í þremur borgum, Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Árósum. Dam segir að starfsfólk blaðsins muni hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann vill þó lítið segja til hvenær fyrsta tölublaðið komi út, en segist vonast til að það geti orðið þegar keppninautar blaðsins eigi síst von á því.

Nánar verður fjallað um undirbúning að stofnun Nyhedsavisen í Ísland í dag í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×