Erlent

Doha samningalotunni frestað

Svokallaðri Doha-samningalotu helstu viðskiptaríkja heims var frestað um óákveðinn tíma í dag. Viðræðurnar hafa farið fram á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Samningalotunni var ýtt úr vör í borginni Doha í Katar í nóvember 2001 og ætlað að taka sérstakt mið af hagsmunum þróunarríkja. Stefnt var að því að bæta aðkomu þeirra að alþjóðaviðskiptasamfélaginu. Áætlað var að nýr samningur gæti tekið gildi í byrjun þessa árs en svo var ekki.

Viðskiptaráðherra Indlands staðfesti við Reuters-fréttastofuna fyrir stundu að samningalotunni hefði verið frestað og sagði það geta tekið marga mánuði eða ár að koma henni í gang á ný. Helst hefur strandað á því að þróunarríki hafa krafist þess að Bandaríkin og Evrópusambandið lækkuðu landbúnaðarstyrki og tolla á innfluttar vörur. Þar á móti hafa sambandið og Bandaríkjamenn viljað eiga greiðari leið með vörur sínar á markað í þróunarlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×