Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag 24. júlí 2006 12:00 Mynd/AP Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga. Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga.
Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira