Fundað í Róm á morgun um ástandið í Líbanon 25. júlí 2006 12:45 Mynd af öðrum sjúkrabíl Rauða krossins í Líbanon sem varð fyrir árás á sunnudaginn. MYND/AP Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé. Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Fulltrúar Rauða krossins í Líbanon segja sjúkraflutningamenn á þeirra vegum ekki óhulta fyrir árásum Ísraelshers. Þeir fullyrða að níu hafi særst þegar sprengjum var varpað á sjúkrabíla á þeirra vegum í Suður-Líbanon á sunnudag. AP fréttastofan komst yfir myndbandsupptöku starfsmanna Rauða krossins tóku af tveimur sjúkrabílum sínum sem þeir segja hafa eyðilagst í árásinni. Að sögn þeirra munu níu sjúkraflutningamenn hafa særst þar sem þeir voru að flytja særða á sjúkrahús í bænum Kana, tuttugu kílómetra frá Týrus. AP fréttastofan náði síðan myndum af því þegar fjölmargir sjúkraflutningamenn voru fluttir á sjúkrahús í Týrus að kvöldi sunnudags til aðhlynningar. Ekki hefur fengist staðfest að Ísraelsher hafi gert árás á sjúkrabílana. Átök milli Ísraelshers og skæruliða Hizbollah halda áfram í Suður-Líbanon. Ísraelar hafa nú hertekið þorpið Bint Jbeil þar sem harðir bardagar hafa geisað síðasta sólahring. Það mun vera eitt höfuðvígi Hizbollah-hreyfingarinnar. Fram kemur á vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz að hermenn hafi umkringt þorpið í morgun. Tveir ísraelskir hermenn hafa fallið í hörðum átökum við skæruliða Hizbollah og fjórtán særst. Talið er að tíu skæruliðar hafi fallið. Ísraelsher hefur áður lagt undir sig líbanska þorpið Maroun al-Ras Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sagði í morgun, fyrir fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Ísraelsmenn væru staðnráðnir í að halda herðaraðgerðum áfram af fullri hörku. Ísraelsmönnum væri tryggður sá réttur að verja hendur sínar og það væru þeir að gera. Rice hóf ferð sína um Mið-Austurlönd í gær og átti fund með ráðamönnum í Beirút í gær. Sá fundur er sagður hafa valdið þarlendum ráðamönnum vonbrigðum. Rice kom síðan fyrir stundu til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hún mun eiga fund með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Jan Egeland, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir nauðsynlegt að koma á vopnahléi milli Ísraela og Líbanon. Hann kom til Ísrael í dag í þeim tilgangi að reyna að leita leiða til að koma hjálparaðstoð til þeirra líbanskra borgara sem eru fastir mitt átökunum á milli hersveita Ísraela og Hizbollah. Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar mikilvægt að tryggja vopnahlé þegar tíminn sé réttur. Ómögulegt sé að framfylgja því nú. Háttsettir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum, Evrópulöndum og ríkjum Mið-Austurlanda koma saman til fundar í Róm á morgun til að ræða ástandið í Líbanon. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í morgun að megin markmið fundarins væri að tryggja vopnahlé.
Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira