Blair og Bush funda um stríðið í Líbanon 28. júlí 2006 12:09 MYND/AP Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira