54 falla í árás Ísraela á þorp í Líbanon 30. júlí 2006 12:22 Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorp í Líbanon, nálægt landamærunum við Ísrael, þar sem 54 létu lífið í loftárás í nótt. Þrjátíu og sjö þeirra sem létust voru börn. Evrópusambandið hvatti til þess skömmu fyrir hádegi að vopnahléi yrði komið á tafarlaust. Arababandalagið krefst þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á árásinni á þorpið. "Þetta er þjóðarmorð," hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira