Krefjast afvopnunar 30. júlí 2006 18:59 Þetta er þjóðarmorð, hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Á þessu korti má sjá hvar eldflaugar Ísraela hafa lent í Líbanon síðustu nítján daga. Þeir segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Þetta er þjóðarmorð, hrópaði fólk þegar fréttamenn komu í þorpið Qana í morgun. Flestir þeirra sem dóu höfðu leitað sér skjóls í kjallara húss þegar sprengja skall á því. Sjúkraflutningamenn leituðu uppi þá sem höfðu særst og enn var hægt að bjarga. Ein kona sagðist hafa misst þrjú börn. Talið er að enn sé fólk grafið undir rústunum. Flugskeytum Ísraela rigndi yfir þorpið klukkan eitt í nótt að líbönskum tíma. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi endurtekið skotið flaugum inn í Ísrael úr þorpinu og því hafi þeir látið til skarar skríða. Dreifimiðum hafi verið varpað yfir þorpið og fólk þar hvatt til þess að fara burt. Fréttamenn sem komu á svæðið í morgun sögðust ekki hafa séð nein ummerki um skæruliða eða eldflaugavörpur. Sums staðar var fólk að grafa í rústunum með berum höndum í von um að finna ættingja og vini á lífi. Þorpið er í um 25 kílómetra frá landamærunum við Ísrael. Í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá landamærunum brutust út harðir bardagar í morgun milli landhers Ísraels og hesbolla. Ísraelar segja að hisbolla skæruliðar hafi skotið 47 katyusha flaugum inn í Ísrael í morgun, með þeim afleiðingum að tíu hafi særst. Á þessu korti má sjá hvar eldflaugar Ísraela hafa lent í Líbanon síðustu nítján daga. Þeir segjast hafa fellt að minnsta kosti 200 Hisbolla skæruliða í bardögum á landi - en líbanski Rauði krossinn segir að nú hafi fimm hundruð manns, að minnsta kosti, látið lífið í loftárásum. Mikil mótmæli hafa farið fram gegn stríðinu í Líbanon víða um heim. Í Beirút gekk fólk um götur og mótmælti loftárásum Ísraela og það sama gerðu Palestínumenn á herteknu svæðunum. Á fundi Öryggisráðsins nú síðdegis krafðist Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þess að stríðsaðilar legðu samstundis niður vopn. Á þeim sama fundi sagði sendiherra Ísraels að nauðsynlegt væri að afvopna Hisbolla, en þau ummæli bera merki um harðnandi afstöðu Ísraela, sem hingað til hafa ekki sett það sem skilyrði fyrir vopnahléi. Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er stödd í Ísrael, hefur ekki tekið undir kröfur um vopnahlé og ráðamenn í Líbanon sögðust ekkert hafa við hana að tala í dag. Hún fer því aftur til Washington á morgun. Í dag staðfesti skrifstofa Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels að hann hefði sagt Rice að Ísraelar þyrftu tíu til fjórtán daga til viðbótar til að ná markmiði sínum í Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira