Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju 2. ágúst 2006 19:00 Íbúi í Trincomalee á Srí Lanka, þar sem vatn er nú af skornum skammti. MYND/AP Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira