Mikið um að vera víða um land 2. ágúst 2006 21:15 Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira