Erlent

Skutu 230 flugskeytum á Ísrael

Liðsmenn Hizbollah-samtakanna skutu 230 flugskeytum á Ísrael í gær. Þeir hafa ekki skotið jafn mörgum flugskeytum á einum degi síðan átökin hófust fyrir tuttugu og þremur dögum .

Einn Ísraeli lést í árásunum og rúmlega tuttugu særðust. Árásir Hizbollah ná sífellt lengra inn í Ísrael og eitt flugskeytanna lenti um 60 kílómetra sunnan við landamærin. Talið er að Hizbollah hafi notað sýrlenskt flugskeyti í árásunum sem er bæði með stærri sprengihleðslu og langdrægara en vopn sem samtökin hafa beitt áður. 55 Ísraelar hafa látist sem af er átökunum, þar af 19 almennir borgarar. Um 800 Líbanar hafa látist, lang flestir almennir borgarar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×