Erlent

20 létust í árásum á knattspyrnuvelli

Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar.

Daglega látast tugir manna í átökunum í Írak. Hundrað fjölmiðlamenn hafa meðal annars fallið í valinn á síðastliðnum þremur árum en lík hundraðasta fréttamannsins, sem var íranskur, fannst í gær. Tveggja er saknað og vitað er að þrír eru í haldi mannræningja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×